Mánudagurinn 10. desember 2018

Jólaföndur/Christmas crafting

English below

images

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Hið árlega jólaföndur foreldrafélagsins verður haldið í sal Hólabrekkuskóla laugardaginn 1. desember kl. 10-13. Boðið verður upp á alls konar föndur á viðráðanlegu verði en athugið að eingöngu verður hægt að greiða með peningum - ENGINN posi á staðnum. Gott er að koma með eitthvað til að taka föndrið með heim, box, kassa eða poka.
 
Nemendur úr 10. bekk verða með veitingasölu. Allur ágóði veitingasölunnar rennur í ferðasjóð þeirra.

Athugið að þetta er fjölskylduviðburður og því VERÐA börnin að koma í fylgd með fullorðnum. Ef barn kemur eftirlitslaust verður það sent heim til að sækja ábyrgðaraðila.

Mætum með jólaskapið og eigum notalega stund með börnunum í upphafi aðventu.

Kveðja,
stjórnin

Lesa >>

Prenta | Netfang

Piparkökuhúsakeppnin 2018

GingerbreadBoutiqueGraphic

Hin árlega piparkökuhúsakeppni Hólabrekkuskóla verður haldin þriðjudaginn 11. desember.

Húsum þarf að skila inn í síðasta lagi mánudaginn 10. desember á skrifstofu skólans.

Keppt verður í tveimur flokkum: a) Heimabökuð hús og skreytt. b) Aðkeypt hús og skreytt.

Verðlaun verða veitt fyrir bestu húsin að mati dómnefndar. Horft verður til frumleika/ hugmyndaflugs, vandvirkni, glæsileika og útfærslu.

Húsin þarf að sækja að keppni lokinni og eigi síðar en fimmtudaginn 12. desember.

Prenta | Netfang

Nemendaþing „Hvað viltu læra í skólanum?“

Nemendaþing var haldið í Hólabrekkuskóla  þann 20. nóvember 2018. Yfirskrift þingsins var „Hvað viltu læra í skólanum?“ og létu svörin ekki á sér standa þar sem allir nemendur skólans tóku þátt í að móta hugmyndir sem fulltrúar úr öllum árgöngum funduðu um á þinginu. Stjórn nemendafélagsins bauð fram aðstoð sína og áttu stórt hlutverk í að stýra þinginu og vinna úr niðurstöðu fundarins með stjórnendunum. Þau eru einstaklega drífandi fólk og ber að þakka alveg sérstaklega fyrir gott samstarf. Við lærðum öll heilmargt og hlökkum til að halda annað þing að ári.

Prenta | Netfang