Laugardagurinn 24. febrúar 2018

Lestrar Ólympíuleikar 2018

Olymiuleikar2018
Lestrar Ólympíuleikar, sjá kynningu hér.

Mánudaginn 19. febrúar voru Lestrarólympíuleikar Hólabrekkuskóla settir af stað við hátíðlega athöfn á sal. Þeir standa yfir til 16. mars. Nemendur lesa eins mikið og þeir geta á þeim tíma og er keppnin bæði milli einstaklinga og árganga. Nemendur fá skráningarblað sent með heim og þið eruð beðin um að skrá mínútur sem lesið er (lágmark 15 mínútur 5x í viku). Nemendur fá síðan stimpil á útprentað bekkjarblað þegar þeir hafa náð 60 mínútum í lestri (gildir bæði um skólalestur og heimalestur).

Við voum að þetta virki hvetjandi, bæði á nemendur og foreldra.

Skráningarblað til foreldra, sjá hér.

Prenta | Netfang

Notkun samfélagsmiðla

20180221 142041

Á meðan óveðrið geysaði í dag voru nemendur í 8. og 9. bekk að vinna að lífsleikniverkefni um eigin samfélagsmiðla- og tölvunotkun. Þeir komust að því að þeir nota flestir þessa miðla og tölvurnar mjög mikið og sumir höfðu orð á því að þeir vildu draga úr notkuninni. Þeir töluðu um kosti og galla miðlanna og kynntu fyrir kennurum og öðrum nemendum hvaða samfélagsmiðla þeir eru helst að nota og hvernig. Það kom svo í ljós að það er erfitt fyrir þá að taka sér hlé frá notkuninni, því að samfélagsmiðlarnir gefa þeim stig fyrir daglega notkun og þau stig missa þeir ef að þeir taka hlé.  

Prenta | Netfang

Tilkynning vegna veðurs, miðvikudagur 21. febrúar 2018

Foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með veðri í upphafi skóladags og fylgja börnum sínum í skóla. Sjá frekari upplýsingar á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

roskun

Tilkynning 1           

Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efribyggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla.

Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngra.

English, Announcement 1

Announcement 1. In the morning because of bad weather.

Due to weather conditions tomorrow, disruptions in school services may be expected today. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school. This especially concerns children living in upper areas that need to cross open spaces on their way to school.

 

Prenta | Netfang