Laugardagurinn 1. október 2016

Samstarfsdagur og foreldra- og nemendaviðtöl

Föstudaginn 7. október 2016 er samstarfsdagur eins og fram kemur á skóladagatali. Engin kennsla er þann dag. Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) verða opin allan daginn fyrir þau börn sem þar dvelja.

Mánudaginn 10. október 2016 verður foreldradagur samkvæmt skóladagatali. Þá fellur niður öll kennsla en kennarar verða með fastan viðtalstíma fyrir foreldra barnanna og nemendur. Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) verða opin allan daginn fyrir þau börn sem þar dvelja.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11. október 2016.

Prenta | Netfang

Frammistöðumatið

Ágætu foreldrar/forráðamenn

233c3836-69a2-4d9a-94c6-6aec5b9eada3 180 101
Smelltu á mynd, slóð að myndbandi, leiðbeiningar

Við viljum minna á að opnað var fyrir frammistöðumatið þriðjudaginn 27. september og því verður lokað aftur þann 5. október. Frammistöðumat gefur aukna möguleika á samstarfi nemenda, foreldra og skóla við mat á stöðu og líðan nemenda. Frammistöðumat gerir foreldrafundi markvissari og eykur samvinnu milli heimilis og skóla.
Við óskum því eftir að þú/þið foreldrar/forráðamenn aðstoðið barn ykkar við að fylla út frammistöðumatið.

Hérna fylgir slóð að myndbandi sem sýnir hvernig á að framkvæma frammistöðumatið.

Prenta | Netfang

Kartöfluupptaka

kartofluuppskera
Sjá fleiri myndir hér

Í  vor settu nemendur 6. bekkja niður útsæði í garði skólans. Þriðjudaginn 27. september tóku þeir síðan kartöflurnar upp í blíðskaparveðri eins og meðfylgjandi myndir sýna. Á næstu dögum verður síðan uppskeruhátíð, en þá matreiða nemendur í heimilisfræðihópunum uppskeruna á mismunandi vegu.

Prenta | Netfang