Sunnudagurinn 24. júlí 2016

Sumarkveðja 2016

Starfsfólk skólans þakkar nemendum og foreldrum þeirra ánægjulegt samstarf á liðnu skólaári og óskar öllum ánægjuríks og gleðilegs sumarleyfis.
Skrifstofa skólans er lokuð frá 23. júní en opnar aftur 4. ágúst.
Skólasetning skólaársins 2016-2017 verður mánudaginn 22. ágúst 2016.

sumarkort_2012_fjolublatt

Prenta | Netfang

Góð gjöf frá foreldrafélaginu

bokasafn gjof 2016
Við skólaslit 2016 barst skólanum góð gjöf frá foreldrafélaginu. Það færði skólanum 200.000,- gjöf til kaupa á nýjum bókum fyrir bókasafn skólans. Starfsfólk skólans og nemendur eru þakklát fyrir þessa góðu gjöf sem mun nýtast vel.

Prenta | Netfang

Útskrift 10. bekkinga vor 2016

Fimmtudaginn 9. júní 2016 voru 10. bekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn. Nemendur mættu ásamt fjölskyldum sínum og skólastarfsmönnum kl. 18.00 í hátíðarsal skólans. Alls útskrifuðust 47 nemendur, 25 drengir og 22 stúlkur. Athöfnin hófst á ávarpi og ræðu skólastjóra sem bauð alla viðstadda velkomna, kynnti dagskrá kvöldsins og þakkaði nemendum og foreldrum samstarfið. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt góðum framtíðaróskum.

10 b utskrift vor2016 
 
Myndir frá útskriftinni má sjá hér.

Lesa >>

Prenta | Netfang